Klíníkin Ármúla
Greiðslumöguleikar
Staðfesting á skurðaðgerð og greiðslufrestur
vegna aðgerða utan greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands
Aðgerðarkostnað skal greiða minnst 4 vikum fyrir áætlaðan aðgerðardag, en þá staðfestum við bæði skurðstofu og skurðstofuteymi* fyrir þig.
Í undantekningartilfellum er aðgerð staðfest með minna en fjögurra vikna fyrirvara - þá er nauðsynlegt að ganga frá greiðslu innan 2ja daga frá því að ákvörðun um aðgerðardag er tekin.
*Innan skurðstofuteymis starfa að öllu jöfnu skurðlæknir, svæfingalæknir, tveir skurðhjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, auk hjúkrunarfræðinga sem starfa á Vöknun og Legudeild.
Greiðslumöguleikar
Reiðufé eða debetkort
Afgreitt í móttöku Klíníkurinnar Ármúla
Kreditkort eða kreditkortalán
Afgreitt í móttöku Klíníkurinnar Ármúla eða með símtali í 519 7000.
Hámarksupphæð kortaláns er 960.000 kr. og hámarksdreifing kortaláns er til 36 mánaða*.
Greiðslukrafa í heimabanka
Óskaðu eftir greiðslukröfu í móttöku Klíníkurinnar, eða með tölvupósti á netfangið adgerd@klinikin.is, eða með símtali í 519 7000.
Athugaðu að greiðslukrafa skal greiðast 4 vikum fyrir áætlaðan skurðdag.
Vinsamlega sendu staðfestingu þegar þú hefur greitt kröfuna, á netfangið adgerd@klinikin.is og þá staðfestum við aðgerðina fyrir þig.
Millifærsla
Innleggsreikningur: 0515-26-681114
Kennitala: 681114-0920
Athugaðu að millifærsla skal berast 4 vikum fyrir áætlaðan skurðdag.
Vinsamlega sendu staðfestingu þegar þú hefur millifært, á netfangið adgerd@klinikin.is og þá staðfestum við aðgerðina fyrir þig.
Ef spurningar vakna skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 519 7000 eða með tölvupósti á netfangið adgerd@klinikin.is.
*Skilmálar kortalána (hámarksupphæð, greiðsludreifing, vextir og gjöld) eru skilmálar lánafyrirtækis en ekki Klíníkurinnar. Sjá nánar á https://www.rapyd.net/is/kortalan. Staðfesta þarf kortalán með rafrænni undirritun (farsíma). Eftir að kortalán hefur verið undirritað þarf greiðandi að hafa samband við lánafyrirtækið Rapyd til að sjá eftirstöðvar láns eða gera breytingar á láni.