Klíníkin Ármúla
Jafnlaunastefna
Tilgangur og markmið
Jafnlaunakerfi Klíníkurinnar Ármúla byggir á staðli ÍST85:2012 á grundvelli 7. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og er skjalfest í gæðakerfi CCQ. Tilgangur og markmið jafnréttissáætlunar og jafnlaunastefnu Klíníkurinnar er að stuðla að jafnrétti allra kynja í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt þeirra og að fylgja þeirri meginreglu að öllum kynjum séu greidd jöfn laun og að þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.
Jafnréttisáætlunin sem einnig inniheldur jafnlaunastefnu, var samþykkt af stjórn þann 27.03.2023 og skal endurskoðuð á þriggja ára fresti sbr. 5. gr. laganna. Áætlun þessi hefur verið samþykkt af jafnréttisstofu og skal gildandi útgáfa vera aðgengileg á heimasíðu Klíníkurinnar.
Umfang
Stefnan nær til alls starfsfólks Klíníkurinnar Ármúla.
Jafnlaunastefna og jafnréttisáætlun Klíníkurinnar Ármúla
Jafnlaunastefna þessi er órjúfanlegur hluti af launastefnu Klíníkurinnar. Klíníkin leggur áherslu á jafnrétti kynjanna og að nýta til jafns styrkleika alls starfsfólks þannig að hæfileikar og færni alls mannauðs njóti sín sem best og er það skjalfest með stefnu þessari. Stefna Klíníkurinnar er að vera vinnustaður þar sem öll eru metin að verðleikum eftir hæfni og frammistöðu og að öll hafi jöfn tækifæri til þess að axla ábyrgð og sinna verkefnum óháð kyni.
Á Klíníkinni er greitt umfram taxta gildandi kjarasamninga, samkvæmt fyrirfram ákveðnum innanhúss viðmiðum. Ytri þættir sem geta einnig haft áhrif á launasetningu eru gildandi kjarasamningar, lög og reglur, launaþróun á markaði, þar undir er einnig litið til starfs, þekkingar, reynslu, menntunar og lífaldurs.
Klíníkin fylgir lögum, reglum og samningum sem snerta jafnréttismál og gilda á hverjum tíma.
Meginmarkmið Klíníkurinnar í jafnréttismálum eru:
að greiða öllum kynjum sömu kjör fyrir sömu eða jafn verðmæt störf,
að vera vinnustaður þar sem öll kyn eiga jafna möguleika bæði til starfs og þróunar í starfi,
að vera vinnustaður þar sem öll kyn njóta sömu tækifæra til starfsþjálfunar og fræðslu,
að vera vinnustaður sem finnur leiðir til samræmingar á fjölskyldu- og atvinnulífi starfsfólks,
að vera vinnustaður þar sem ekkert ofbeldi er liðið, hér undir fellur meðal annars kynbundið/kynferðislegt ofbeldi/áreiti og einelti.
Klíníkin Ármúla framfylgir jafnlaunastefnu sinni með eftirfarandi aðgerðum:
Innleiðir og viðheldur jafnlaunastjórnunarkerfi í samræmi við kröfur staðalsins ÍST85.
Öðlast jafnlaunavottun í samræmi við 7. gr. laga nr. 150/2020
Framkvæmir árlega launagreiningu og kynnir niðurstöðu fyrir starfsfólki
Bregst við með úrbótum og eftirliti ef kröfur staðalsins eru ekki uppfylltar
Árleg rýni stjórnenda þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram.
6. gr. Almenn ákvæði um launajafnrétti
12. gr. Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun
13. gr. Samræming fjölskyldu – og atvinnulífs
14. gr. Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni
Eftirfylgni og endurskoðun
Gildistími, eftirfylgni og ábyrgð
Áætlun og stefna þessi skal endurskoðuð á þriggja ára fresti.
Innleiðing og rýni
Framkvæmdastjóri er eigandi jafnlaunakerfisins. Verkefnastjóri ber ábyrgð rekstri jafnlaunakerfisins, þ.e. skjalfestingu, innleiðingu, umbótum og framkvæmd ásamt því að sjá til þess að stefnunni og jafnlaunakerfinu í heild sé viðhaldið, það rýnt og endurskoðað. Þá ber jafnréttisfulltrúi ábyrgð á að rýni á árangri jafnlaunakerfisins sé framkvæmd árlega og að brugðist sé við ef þarf. Fjármálastýra ber ábyrgð á að öll gögn sem rýna á liggji fyrir þegar kemur að árlegri rýni.
Stjórnendur Klíníkurinnar skuldbinda sig til að framfylgja og bera sameiginlega ábyrgð á að viðhalda stöðugum umbótum á öllum þáttum jafnlaunakerfisins.
Ábendingar varðandi jafnlaunakerfið
Hér getur þú komið áleiðis ábendingu þinni varðandi jafnlaunakerfi Klíníkurinnar.
Þegar þú ýtir á hlekkinn opnast ábendingareining gæðakerfisins CCQ.