Starfsfólk
Ásgeir Theódórs
Sérfræðingur í meltingarlækningum
Ásgeir er meltingarlæknir og leggur áherslu á ráðgjafaþjónustu varðandi meltingarsjúkdóma og speglanir (maga-ristil-og endaþarmsspeglanir). Skimun eftir krabbameini í ristli og endaþarmi er og hefur verið hans megin áhugamál og verkefni.
Ásgeir stundaði sérnám í lyflæknisfræði, meltingarsjúkdómum, speglunum á meltingarvegi og síðan greiningu og meðferð illkynja sjúkdóma við Cleveland Clinic Foundation í Cleveland, Ohio og Memorial Sloan Kettering Cancer Center, Cornell University, New York í Bandaríkjunum frá 1975-1981.
Að námi loknu starfaði Ásgeir sem yfirlæknir meltingardeildar og síðar einnig framkvæmdastjóri lækninga á St. Jósefspítalanum í Hafnarfirði 1982 -2011. Hann var jafnramt umsjónarlæknir speglanadeilda Borgarspítala, síðar Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala háskólasjúkrahúss til ársloka 2017. Á árunum 1993 og 1994 starfaði hann á meltingarsjúkdómadeild Cleveland Clinic Foundation.
Frá 1983 til 2008 var Ásgeir ráðgjafi Krabbameinsfélags Íslands, Landlæknisembættisins og alþingismanna varðadi skimun eftir ristilkrabbameini og 2008 var hann skipaður í ráðgjafanefnd um heilsustefnu heilbrigðisráðherra.
Ásgeir lauk meistaranámi í lýðheilsu og heilbrigðisstjórnun (eMPH) við Háskólann í Reykjavík árið 2010. Hann hefur ritað fjölda greina, haldið fyrirlestra hér á landi og erlendis um ristilkrabbamein og skimun eftir sjúkdómnum. Hann er höfundur margra fræðslurita um speglanir og ristilkrabbamein, auk fræðslumynda um forvarnir gegn ristilkrabbameini.
Ásgeir er heiðursfélagi í CCU samtökunum (2014) og heiðursfélagi í Krabbameinsfélagi Höfuðborgarsvæðisins (2019).
Ásgeir, ásamt öðrum læknum, stofnar nú sérhæfða þjónustu á sviði meltingar- og skurðlækninga í Klíníkinni með ráðgjöf fyrir m.a. meltingarvandamál, skimun (krabbamein) og endaþarmsvandamál.