Starfsfólk
Guðjón Leifur Gunnarsson
Sérfræðingur í lýtalækningum
Guðjón hefur starfað sem yfirlæknir og sérfræðingur í lýtalækningum í Noregi og Danmörku síðan 2009 og tekið þátt í uppbyggingu sérgreinar með áherslu á brjóstaaðgerðir og body contouring eftir offituaðgerðir (massive weight loss).
Guðón lauk almennu læknanámi frá Háskóla Íslands árið 2000 og stundaði sérnám í lýtaskurðlækningum á háskólasjúkrahúsinu í Odense í Danmörku auk fellowship hjá Ian Jackson í Michigan í Bandaríkjunum og er virkur meðlimur í ameríska lýtalæknafélaginu, ASPS.
Guðjón tekur virkan þátt í viðhaldi og þróun lýtalækninga með vísindastörfum og þróunaraðstoð. Hann situr í ritstjórn PRS global open og hefur birt yfir 70 ritrýndar tímaritsgreinar í læknatímaritum auk bókarkafla, meðal annars um aðgerðir sem hann hefur þróað og tekið þátt í að þróa.
Í frístundum hefur Guðjón sinnt bágstöddum í Eþíópíu og Indlandi við meðferð andlitslýta og annarra áunninna og meðfæddra kvilla. Hann leggur ríka áherslu á að miðla þekkingu og kenna heimamönnum lýtalækningar.
Guðjón hefur 15 ára reynslu af stærri aðgerðum eftir þyngdartap; Body lift, þ.m.t. stórar svuntuaðgerðir með miðlínu sniði (T og H snið), upphandleggs- og læraaðgerðir ásamt umfangsmeiri háls- og andlitsaðgerðum, auk endursköpun brjósta, en framkvæmir auk þess flestar lýta- og fegrunaraðgerðir s.s. brjóstastækkanir, brjóstalyftingar, brjóstaminnkanir og flóknari uppbyggingar og lagfæringar á brjóstum.