Starfsfólk
Ilka Irene Kamrad
Sérfræðingur í bæklunarlækningum
Ilka stundar bæklunarskurðlækningar með áherslu á fóta- og ökklaaðgerðir. Undir þá skilgreiningu falla meðal annars aðgerðir vegna hallux valgus, hamartá, flatfótur, önnur misskipting fóta, liðslit í fóta- eða ökklaliðum, liðbandaáverkar ökkla, sinaáverkar ökkla og fóta og droppfótur.
Ilka ólst upp í Þýskalandi og nam læknisfræði við Universität Rostock og Universität Leipzig í Þýskalandi og fékk almennt lækningaleyfi 2001. Ilka tók kandidatsárið á FSA, Akureyri.
Í sérnámi sínu í bæklunarskurðlækningum starfaði Ilka við Universitetssjukhuset í Lund í Svíþjóð og hlaut réttindi sem sérfræðingur í Svíþjóð árið 2009. Ilka starfaði sem sérfræðingur í bæklunarlækningum við Skånes Universitetsssjukhuset í Lund (2009-2012) og Malmö (2012-2021) og hefur á þessum tíma sérhæft sig í fóta- og ökklaaðgerðum. Frá árinu 2021 hefur Ilka starfað á Capio Orthocenter Skåne í Malmö sem fóta- og ökklaskurðlæknir og hefur mikla reynslu af bæði fram- og bakfótaaðgerðum.
Ilka lauk doktorsnámi 2017 um efnið "Outcome of surgery for end-stage ankle arthritis".
Síðan á árinu 2021 hefur Ilka verið liðslæknir fyrir Sænska fimleikasambandið.