Starfsfólk
Jón Ívar Einarsson
Sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum
Jón Ívar er Prófessor við Læknadeild Harvard Háskóla og er stofnandi deildar sem er sérhæfð í kviðsjáraðgerðum kvenna á Brigham and Women’s sjúkrahúsinu í Boston. Hann lauk almennu læknanámi frá Háskóla Íslands 1995 og stundaði sérnám í fæðinga og kvensjúkdómalækningum við Baylor College of Medicine. Hann lauk einnig 2ja ára undirsérnámi í kviðsjáraðgerðum kvenna við sömu stofnun og jafnframt meistaraprófi í lýðheilsufræði frá Harvard School of Public Health. Hann lauk einnig doktorsprófi frá HÍ árið 2013.
Jón Ívar hefur í hartnær 20 ár sinnt flóknum kviðsjáraðgerðum kvenna og hefur mikla reynslu í aðgerðum á svæsnu legslímuflakki, ásamt aðgerðum eins og legnámi, fjarlægingu vöðvahnúta og upphengingu á legi/leggöngum. Jón Ívar hefur jafnframt birt yfir 200 greinar og ágrip í ritrýndum tímaritum og hefur einnig gefið út kennslubók í faginu. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna og fékk m.a. “Distinguished Surgeon Award” frá Society of Gynecologic Surgeons árið 2020. Hann hefur gert aðgerðir í beinni útsendingu og kennt í fjölmörgum löndum og í 5 heimsálfum og hefur einnig einkaleyfi fyrir 11 lækningatækjum sem eru í þróun. Jón Ívar er einnig fyrrum forseti stærstu samtaka heims (AAGL) í kviðsjáraðgerðum kvenna.
Í Klíníkinni mun Jón Ívar sinna öllum helstu aðgerðum innan kvensjúkdómalækninga, eins og t.d. legnámi, fjarlægingu vöðvahnúta, aðgerðum við svæsnu legslímuflakki (excision), upphengingu á legi/leggöngum, að fjarlægja blöðrur á eggjastokkum, fjarlægja eggjastokka, fjarlægja eggjaleiðara, setja leghálssaum í kviðsjá (laparoscopic cerclage) ásamt legholsspeglunum og kviðsjáraðgerðum til greiningar.