Starfsfólk
María Sverrisdóttir
Sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum
María lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1989 og hlaut almennt lækningaleyfi 1991. Sérnám sitt stundaði María við Academich Ziekenhuis Rotterdam, Hollandi á árumum 1992-1997. Eftir sérnám starfaði María við sjúkrahús Keflavíkur á árunum 1997-2003, St.Jósefsspítala Hafnarfirði 2003 til 2011 og Landspítali- Háskólasjúkrahús Fossvogi 2011-2017.
Frá árinu 2003 hefur María einnig starfað í Læknahúsinu Domus Medica, Klínikinni og Handlæknastöðinni, fyrst sem hlutastarf síðan sem aðalstarf.