Fréttir og fræðsla

Eyjólfur Árni og Rannveig Rist nýir stjórnarmenn Klíníkurinnar

Á aðalfundi Klíníkurinnar sem fram fór í gær voru Eyjólfur Árni Rafnsson og Rannveig Rist kjörin nýir stjórnarmenn.

August 20, 2024

Á aðalfundi Klíníkurinnar sem fram fór í gær voru Eyjólfur Árni Rafnsson og Rannveig Rist kjörin nýir stjórnarmenn. Gestur Jónsson, lögmaður, lét af störfum sem stjórnarformaður eftir fimm ára starf og Helena Sveinsdóttir, læknir, gengur einnig úr stjórn. Var þeim þakkað óeigingjarnt og farsælt starf. Eyjólfur Árni tekur við formennsku stjórnar félagsins, en Rannveig Rist verður varaformaður.

Stjórn Klíníkurinnar er nú skipuð á eftirfarandi hátt:

  • Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður

  • Rannveig Rist, varaformaður

  • Aðalsteinn Arnarson

  • Hjálmar Þorsteinsson

  • Hrólfur Einarsson

Eyjólfur Árni Rafnsson er formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann er menntaður húsasmiður og með doktorspróf í verkfræði. Hann var forstjóri Mannvits hf. og forvera þess félags til ársloka 2015. Hann hefur sinnt fjölmörgum ráðgjafar- og stjórnunarstörfum og situr í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Eyjólfur Árni hefur verið í stjórn Samtaka atvinnulífsins frá árinu 2014, í framkvæmdastjórn SA frá 2016 og var kjörinn formaður samtakanna árið 2017.

Rannveig Rist hefur gegnt stöðu forstjóra Álversins í Straumsvík frá árinu 1997. Hún er vélstjóri, verkfræðingur og með MBA-gráðu frá Háskólanum í San Francisco. Rannveig hefur víðtæka reynslu af stjórnarstörfum og situr nú í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Rannveig hefur einnig setið í stjórn Samtaka atvinnulífsins og verið stjórnarformaður Samáls, samtaka álframleiðenda.

Rannveig sagði:

„Klíníkin hefur fest sig í sessi sem mikilvægur hluti heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Framundan eru spennandi tímar tengdir þróun starfseminnar, fjölbreyttara þjónustuframboði og áframhaldandi uppbyggingu á grunni ánægðra starfsmanna og skjólstæðinga.“

Eyjólfur Árni sagði:

„Það er grundvallaratriði að fyrirtæki eins og Klíníkin þróist í takt við breytingar á heilbrigðisþjónustu landsins. Með aukinni fólksfjölgun vaxa þarfir samfélagsins. Ég er spenntur að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni þar sem velferð sjúklinga er alltaf í fyrirrúmi.“

Ertu með spurningar?

Bókaðu viðtal

Ekki hika við að hafa samband.

A male doctor holding a clipboard, ready to provide medical care and record patient information.

Ertu með spurningar?

Bókaðu viðtal

Ekki hika við að hafa samband.

A male doctor holding a clipboard, ready to provide medical care and record patient information.

Ertu með spurningar?

Bókaðu viðtal

Ekki hika við að hafa samband.

A male doctor holding a clipboard, ready to provide medical care and record patient information.

Klíníkin Ármúla er nútíma læknamiðstöð þar sem sérfræðingar vinna saman að bættri heilsu þinni. Markmið okkar er að vera leiðandi í þróun á öruggri hágæða læknisþjónustu.

Hafðu samband

Ármúla 9, 108 Reykjavík

Afgreiðslutími:
Mánudaga - föstudaga
kl. 07:30 - 16:00

Samfélagsmiðlar

© Höfundarréttur © Klíníkin Ármúla, öll rétttindi áskilin.

Klíníkin Ármúla er nútíma læknamiðstöð þar sem sérfræðingar vinna saman að bættri heilsu þinni. Markmið okkar er að vera leiðandi í þróun á öruggri hágæða læknisþjónustu.

Hafðu samband

Ármúla 9, 108 Reykjavík

Afgreiðslutími:
Mánudaga - föstudaga
kl. 07:30 - 16:00

Samfélagsmiðlar

© Höfundarréttur © Klíníkin Ármúla, öll rétttindi áskilin.

Klíníkin Ármúla er nútíma læknamiðstöð þar sem sérfræðingar vinna saman að bættri heilsu þinni. Markmið okkar er að vera leiðandi í þróun á öruggri hágæða læknisþjónustu.

Hafðu samband

Ármúla 9, 108 Reykjavík

Afgreiðslutími:
Mánudaga - föstudaga
kl. 07:30 - 16:00

Samfélagsmiðlar

© Höfundarréttur © Klíníkin Ármúla, öll rétttindi áskilin.

Klíníkin Ármúla er nútíma læknamiðstöð þar sem sérfræðingar vinna saman að bættri heilsu þinni. Markmið okkar er að vera leiðandi í þróun á öruggri hágæða læknisþjónustu.

Hafðu samband

Ármúla 9, 108 Reykjavík

Afgreiðslutími:
Mánudaga - föstudaga
kl. 07:30 - 16:00

Samfélagsmiðlar

© Höfundarréttur © Klíníkin Ármúla, öll rétttindi áskilin.