Fréttir og fræðsla
Greiðsluþátttaka fyrir valdar hryggjaraðgerðir út 2024
Samningur náðist milli Klíníkurinnar og SÍ um greiðsluþátttöku í brjósklosaðgerðum og brottnámi liðbogaþynnu.
November 6, 2024
Samningur um greiðsluþátttöku fyrir valdar hryggjaraðgerðir út árið 2024
Það var einstakt gleðiefni að samningur náðist milli Klíníkurinnar og Sjúkratrygginga Íslands um greiðsluþátttöku þeirra í brjósklosaðgerðum annars vegar og brottnámi liðbogaþynnu (fargléttingu) hins vegar út árið 2024. Nú þegar hafa þó nokkrar aðgerðir verið framkvæmdar með góðum árangri.
Samningurinn út árið er liður í því að létta álagi af Landspítalanum og gera einstaklingum, sem ekki hafa komist að í aðgerð á spítalanum, kleift að fá lausn meina sinna annars staðar. Þar af leiðandi eru einstaklingar sem eru á biðlista eftir fyrrgreindum aðgerðum á Landspítalanum í forgangi þegar kemur að greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í þessum tiltekna samningi, og tilvísun frá Landspítalanum er ein helsta forsenda greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga að svo stöddu.
Þessi samningur er fyrsta skrefið í átt að langtímasamningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Klíníkurinnar um framtíðarfyrirkomulag og greiðsluþátttöku fyrir þessa nýju heilbrigðisþjónustu á Klíníkinni. Ef langtímasamningar nást, verður hægt að tryggja einstaklingum með bakvandamál tímanleg inngrip og viðeigandi aðgerðir—öllum til heilla.
Hryggjarskurðlækningar á Klíníkinni
Á haustmánuðum hóf Klíníkin að bjóða upp á fjölbreytta heilbrigðisþjónustu við bak- og taugaverkjum. Lagt var upp með að nálgast viðfangsefnið á heildrænan máta með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi. Þannig á einstaklingurinn bæði að fá viðeigandi og tímanlega heilbrigðisþjónustu, sem er sérstaklega mikilvægt þegar kemur að meðferð við bak- og taugaverkjum, þar sem orsökin er oft fjölþætt og þarfnast fjölbreyttrar heilbrigðisþjónustu til að hámarka líkur á bata.
Einvala lið kemur að þessari nýju þjónustu. Hryggjarskurðlæknarnir Kári Gauti Guðlaugsson og Njáll Vikar Smárason hófu störf á Klíníkinni í sumar; þeir hafa fjölbreytta reynslu af hryggjaskurðlækningum frá háskólasjúkrahúsunum í Lundi og Malmö í Svíþjóð. Þá er Bjarki Karlsson, bæklunarskurðlæknir og sérfræðingur í hryggjaskurðlækningum á Sjúkrahúsinu á Akureyri, einnig að hefja störf á Klíníkinni. Í ljósi þess að ýmsar deyfingar og inngripstengdar verkjameðferðir eru stór hluti af þeim meðferðum sem Klíníkin býður upp á, hefur Klíníkin fengið til liðs við sig Bjarna Valtýsson, svæfinga- og verkjalækni sem hefur áratugalanga reynslu af inngripstengdum verkjameðferðum. Þessi hópur lækna mun starfa í teymi sérhæfðs heilbrigðisstarfsfólks Klíníkurinnar, sem hefur víðtæka reynslu af meðhöndlun og umönnun sjúklinga, ásamt því að vera í faglegu samstarfi við Helenu Brisby, prófessor í hryggjarskurðlækningum á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg.
Nýlegar fréttir og fræðsla
At Hospital1, we offer a wide range of specialties to address your specific medical needs.
Greiðsluþátttaka fyrir valdar hryggjaraðgerðir út 2024
Samningur náðist milli Klíníkurinnar og SÍ um greiðsluþátttöku í brjósklosaðgerðum og brottnámi liðbogaþynnu.
Nov 6, 2024
Brjóstateymi Klíníkurinnar eflist
Klíníkin hvetur til brjóstaskimunar og eflir þjónustu með því að bæta Svanheiði Lóu Rafnsdóttur í brjóstateymið.
Oct 23, 2024
Eyjólfur Árni og Rannveig Rist nýir stjórnarmenn Klíníkurinnar
Á aðalfundi Klíníkurinnar sem fram fór í gær voru Eyjólfur Árni Rafnsson og Rannveig Rist kjörin nýir stjórnarmenn.
Aug 20, 2024
Mikilvægi ristilskimunar
Grein eftir Ásgeir Theodórs meltingarlæknir á Klíníkinni.
Apr 9, 2024